Thursday, January 29, 2009

Málverk og málaradót


Hmmm... á erfitt með að reyna að mála eitthvað sem hefur einhverja merkingu. Þetta er bara gras og himinn og svo einhver stöng. Finnst mér hafa tekist vel að mála þetta, ágætir litir og uppsetning, en þetta er í raun ekkert. Kannski að fara að mála upp úr ljósmyndum ef ég ætla að mála landslagsmyndir... og svo með vorinu að skella sér út í alvöru náttúru.

Sumir eru mjög snemma í afmælisgjöfunum þetta árið:

Fékk þetta frá mömmu og pabba, 2.5 mánuðum á undan áætlun.

3 comments:

  1. Það vantar allaveganna ekki fallega náttúru á Ísafirði Steini. A.m.k. ekki á sumrin. Ég myndi segja að það væri flott að mála Kubb (Held að fjallið inni dal heiti það), eða jafnvel tröllasætin. Haltu þessu áfram litli bró, þú virðist hafa touch fyrir þessu.

    ReplyDelete
  2. Þetta er bara helvíti fallegt hjá þér kallinn! En já, ég styð það að þú farir að mála eitthvað sem er eitthvað. Ekki bara „gras og himinn og svo einhver stöng“ eins og þú orðaðir það.

    ReplyDelete
  3. Jáhá, ég vissi ekki að þú hefðir þessa hæfileika í þér. Keep up the good werk ;)

    ReplyDelete