Thursday, February 26, 2009

Sama gamla, sama gamla

Hef ekki verið algerlega iðjulaus. Hef verið að mála nokkuð, en þessi tvö tóku frekar langan tíma. Var að ljúka við þau bæði í dag.

24 x 18 cm, 7000 kr

40 x 30 cm, 13000 kr

Og hvað er svo að frétta af mér annað en þetta? Ekki mikið, en ég skrapp í sund í gær.
Fyrsta skipti í næstum 10 ár sem ég fer í sund í lauginni hér á Ísafirði.

Mjög frískandi, þyrfti að gera þetta aftur fljótlega. Kannski bara hafa þetta reglulegt?

Steini Sundkappi

Wednesday, February 18, 2009

Mirror's Edge

Hef verið að spila þennan leik nýlega. Mjög áhugaverður leikur, og vel gerður á flestan hátt. "Hreint" útlit leiksins og djörf notkun á skærum litum kemur vel út á skjánum, stjórn leiksins virkar einfaldlega mjög vel og spilun er yfirhöfuð skemmtileg.

Á stundum lá þó við að ég grýtti fjarstýringunni í sjónvarpið.



Leikurinn getur nefnilega verið dálítið pirrandi.

Vandi leiksins felst aðallega í umhverfinu. Í leik sem þessum þar sem spilun er hröð er mikil þörf á skýrum "leiðbeiningum", eitthvað til að stýra leikmanni á rétta braut. Leikmanni má aldrei finnast hann vera týndur, því það leiðir of auðveldlega til pirrings. Það gerist frekar oft í þessum leik að maður týnist; maður hleypur og stekkur og hleypur og er allt í einu kominn inn í eitthvert horn og þarf að líta í kringum sig til að finna leiðina áfram og þá er yfirleitt verið að elta mann eða skjóta á mann og getur vanhugsuð hönnun borða því oft leitt til dauða.

Ekki að það sé eitthvað að því að deyja, enda þarf í leikjum yfirleitt að vera einhver erfiðleiki sem þarf að yfirstíga. En dauði leikmanns má aldrei vera vegna einhvers annars en hans eigin mistaka. Ef leikmaður deyr vegna þess að hann spilaði leikinn ekki nógu vel þá er það eitt, en dauði vegna þess að hönnun leiksins er ekki nógu skýr er allt annað og verra.


Ég hef verið að hugsa mikið um einmitt þetta og önnur svipuð vandamál í tengslum við leik okkar Tómasar Árna. Það er, eins og ég minntist á hér áðan, mjög mikilvægt að sá sem spilar leikinn viti alltaf til hvers er ætlast af honum. Hann verður að vita hvert hann á að fara, hvað hann á að gera og hvernig. Að vita ekki hvað maður á að gera í leik leiðir bara til pirrings.

En svo er líka hægt að fara of langt, gera markmið of augljós. Þá leiðir leikurinn mann áfram og sleppir ekki taki, eins og verið sé að leiða lítinn krakka yfir götu. Leikurinn verður allt of auðveldur, allt of augljós; "hvert", "hvað" og "hvernig" eru eins og skærir ljósdeplar í myrku herbergi en ættu kannski frekar að vera daufar ljóstýrur.

Það fer að sjálfsögðu eftir hverskonar leik er verið að fjalla um hvað telst of mikið eða of lítið af leiðbeiningum. Sumir leikir geta ekki verið of augljósir á meðan aðrir þurfa að vera óljósir (að einhverju leiti að minnsta kosti).

Veit ekki alveg hvert ég er að fara með allt þetta, langaði bara að skrifa eitthvað um það sem ég er að hugsa þessa stundina.

Monday, February 16, 2009

Hmmm...

Jæja, byrjaður að mála aftur eftir næstum viku pásu. Hef verið dáldið latur síðustu daga, þó sjaldan fullkomlega aðgerðarlaus.

Þetta málaði ég í gær:


Smá tilraun frá því fyrr í dag:

Þetta byrjaði ég að mála fyrr í kvöld:

Tvær litlar teikningar:
Er að hugsa um að gera nokkur eintök af þessum og fleiri svipuðum teikningum til að selja á næsta Dalaporti. Svona til að hafa fjölbreytt úrval af vörum, og til að hafa eitthvað einfalt og ódýrt. Kannski 200 kall myndin? Held að ég lími hverja mynd á stífan pappír, kannski svartan, kannski hvítan, kannski spes litur fyrir hverja mynd...



Enn í vei. Langar dáldið að skrifa einhvern smá pistil fyrir bloggið, mögulega aftur eitthvað tengt leikjahönnun... kannski ég taki fyrir einhvern spes leik... já....

Kjallarastrákur... er hugsi

Wednesday, February 11, 2009

Skítakuldi, best að halda sig inni

Málverkið sem ég minntist á:

Skrapp út í kalda veðrið með myndavélina:

Tuesday, February 10, 2009

Þriðjudagar fyrir þreytu

Málaði eitt nýtt í dag, en of þreyttur (latur) til að taka mynd af því. En þið fáið að minnsta kosti smá dose af Queen:



Nýja myndin á morgun, + eitthvað extra.

Monday, February 9, 2009

Mánudagar fyrir málverk

Málaði eitt nýtt í morgun:

Svo þetta hér, teiknað upp úr ljósmyndum á Facebook:

Málaði þessi tvö í síðustu viku fyrir Dalaportið:

Sunday, February 8, 2009

Dalaport

Skrapp inn í Arnardal í dag með mömmu og Ellu frænku á Dalaportið. Þær systur voru með truckload of glervöru og ég einungis með sex stykki málverk. Mér tókst ekki að selja nema eina. Sú eina var keypt af "húsinu" og hangir nú upp á vegg inni í Arnardal.

Fór á 7000 krónur.

Þetta var bara ágætt, þó helvíti kalt. Kem þangað aftur í næsta mánuði, þá með fleiri myndir og meira úrval. Það helsta sem vantaði upp á núna var að vera með einhver smærri verk sem ég get selt á kannski 1000-2000 krónur. Býst við að fólk sé ekki mikið að fara þangað til að kaupa eitthvað á 5-10 þúsund.

Thursday, February 5, 2009

Mála mála mála...

Hef verið að kaupa dáldið mikið af málningarvörum síðastliðnar vikur þannig að fannst tilvalið að fara að nota þetta eitthvað.

Hér eru fjórar litlar sem fara saman:

Og hér er eitt stærra (málaði yfir eitt eldra málverk, var ekki alveg nógu ánægður með það):

Og svo þetta hér sem er enn í vinnslu þessa stundina: