Friday, January 9, 2009

Teiknimyndabloggerí - Nr. 1

Ég kynntist fyrir stuttu teiknimyndaþáttum sem einhverjir kannast eflaust við. Ég hafði áður séð einn og einn stakan þátt en aldrei fengið neinn svakalegan áhuga á þáttunum, fyrr en nú. Ég var að skoða mig um á Wikipedia og rak mig einhvern veginn á síðuna fyrir þessa þætti, og svo kynntist ég þaðan verkum þeirra sem unnið höfðu við þættina og áhugi minn jókst. Að lokum fór svo að ég náði í torrent með öllum þáttunum (og ef þessir þættir fengjust á DVD þá myndi ég kaupa þá).


Umræddir þættir kallast Dexter's Laboratory og sitja nú traustir efst á lista yfir mína uppáhalds teiknimyndaþætti.


'En Steingrímur', hugsar ábyggilega einhver, 'eru þetta ekki þættir fyrir krakka?'
Það má svo sem segja það, en það er bara raunin "on paper". Ég get sagt með nærri fullri vissu að fólkið sem stóð að þáttunum var ekki að hugsa
'Hvernig eigum við að gera þessa þætti skemmtilega fyrir krakka?'. Það eina sem var hugsað var hvernig hægt væri að gera þættina skemmtilega, púnktur.
Það er að vísu lítið um "fullorðins" húmor eins og finnst í öðrum teiknimyndaþáttum sem ekki teljast krakkaþættir, en það þarf ekki að þýða að maður geti ekki hlegið að bröndurunum í þættinum þó maður sé kominn á fullorðinsaldur.



Þættirnir um litla snillinginn Dexter birtust fyrst á Cartoon Network fyrir um það bil tólf árum og þættirnir voru í framleiðslu til ársins 2003.

Dexter

Aðrar persónur sem koma fyrir í þáttunum eru m.a. Dee Dee,

mamma þeirra og pabbi (sem heita einfaldlega Mom og Dad),


ásamt ýmsum öðrum aukapersónum.

Krunk, Major Glory og Valhallen

Tuttugu mínúturnar fyrir hvern þátt skiptast yfirleitt í þrjár sögur, en einstöku sinnum eru tvær tíu mínútna sögur á hvern þátt. Söguþræðirnir eru frekar villtir og snúast oft um einhverja uppfinningu Dexters, eða þá systkinaríg milli Dexter og Dee Dee.

Í nokkrum sögum kemur svo fyrir að fókusinn er á einhverja "aukapersónu". Í fyrstu seríu var miðju-saga hvers þáttar um annaðhvort apann Monkey eða ofurhetjuþríeykið The Justice Friends, og einstöku sinnum er fókus sögunnar annaðhvort á mömmu eða pabba Dexter.

Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að horfa á þættina var þegar varpað var ljósi á þá staðreynd að Dexter er bara krakki og ýmislegt sem hann óttast. Sérstaklega er minnug sagan "Dim" í 32. þætti annarrar seríu, þar sem ein ljósaperan í rannsóknarstofu Dexters verður ónýt. Er að hugsa um að greina þá sögu nánar síðar.



En nóg um Dexter held ég. Í bili að minnsta kosti.


This is The Cellar Kid, signing off.

7 comments:

  1. Þegar þú segir þetta svona þá skal ég skoða þessa tvo þætti sem þú lést mig fá.

    ReplyDelete
  2. Held tveir og hálfur, þú eyðilagðir einn 30 Rock þátt með hálfum Dexter Laboratory þætti.

    Annars væri fínt ef þú gætir breytt því í blogger.com að allir megi kommenta, ekki bara þeir sem eru með account.

    ReplyDelete
  3. Ég hef ekki séð marga en mig minnir að ég hafi séð einn heilan í haust einhverntíma. Virkaði ágætlega á mig. Samt eitthvað sem ég myndi bara horfa á ef þetta væri í gangi fyrir framan mig.

    ReplyDelete
  4. "Samt eitthvað sem ég myndi bara horfa á ef þetta væri í gangi fyrir framan mig."

    Ég hugsaði líka svona áður en ég fór að kynna mér þetta. Ég held ég verði eiginlega að mæla mjög sterklega með því að þú horfir á einhverja þætti. Þetta eru nefnilega svo vel gerðir þættir, myndrænt séð. Helling hægt að læra af þessu (það er að segja ef maður hefur gaman af stílnum).

    ReplyDelete
  5. Áttu marga Dexter Laboratory þætti?? Mig langar soldið í þá. Kem með flakkarann þegar ég kem í vor bróðir góður.

    ReplyDelete
  6. Er með alla þættina. Finnst þetta verða dáldið slappt í "þriðju" seríu (eins og það er merkt, held að það sé samt fimmta sería), en gæti verið að það sé bara nýja konan sem talar inn á fyrir Dexter. Ekki alveg að ná röddinni nógu vel finnst mér.
    Ja og svo tók líka nánast alveg nýtt lið við í þessarið seríu, þannig að það gæti líka verið það.

    ReplyDelete