Og þá höldum áfram þar sem frá var horfið. Ég var að tala um hvernig halda má leik "ferskum" og nefndi þrjá þætti (stjórn, umhverfi, breytt spilun) sem hægt er að nýta sér. Ég stekk held ég bara beint út í og byrja að útskýra hvað ég átti við:
Stjórn
Kynnt er til leiks eitthvað nýtt sem viðkemur stjórn á leiknum. T.d. eldblómið í Super Mario Bros sem flestir kannast við, eða skikkjan í Super Mario World sem gerir Mario kleift að fljúga, eða þá "double-jump" sem kemur fram í mörgum leikjum.
Inn í þetta falla líka öll vopn og tæki af ýmsu tagi. (eitt gott dæmi er "gravity gun" úr Half-Life 2)
Sem sagt allt sem viðkemur stjórn leikmanns á leiknum.
Hægt er einfaldlega að passa að hafa fjölbreytt og skemmtileg stjórntæki í leiknum frá byrjun, eða þá að kynna sífellt ný vopn eða tæki, eða notast við "power-ups" (aftur eldblómið í Mario, og sveppurinn góði og stjarnan).
Hægt er að flokka þetta svo allt niður í einhverjar sub-kategoríur.
Umhverfi
Allt sem að hefur áhrif á persónu leikmanns í leiknum sem kemur ekki frá leikmanni. Það eru þá óvinir, þyngdar- og annarskonar öfl, hönnun borða leiksins og þess háttar.
Nýir óvinir krefjast breyttrar hugsunar, þarf að hugsa um nýjar leiðir til að sigrast á því sem maður hefur ekki séð áður. Eða þá gamlir óvinir undir nýjum kringumstæðum, kannski maður hafi áður einungist barist við þá á opnum svæðum, en svo þarf maður að hugsa alla herkænskuna upp á nýtt þegar maður mætir þeim í þröngum göngum eða undir öðrum nýjum kringumstæðum.
Og undir þetta fellur þá almennt séð hönnun borða leiksins, sem er mikilvægt að haldist fersk og fjölbreytt. Ekki má notast um of við samskonar uppsetningu aftur og aftur, fólk þreytist á því.
Breytt spilun
Held að þetta mætti flokka sem undirflokk í 'stjórn', en vildi minnast á þetta sér af því mér finnst þetta vera sérlega áhugavert og líklega afar öflugt vopn í hönnun eftirminnilegra leikja.
Með 'breytt spilun' á ég við þegar leikir breytast að einhverju leyti (stundum verulegu) í einhvern tíma. Kannski þessi "platformer" leikur verði að kappakstursleik á einum punkt í sögunni (Jak 2), eða þegar það eru "auto-scroll" borð í Super Mario World / Super Mario Bros. 3, eða þá í Half-Life 2 þegar maður sest undir stýri á bíl og keyrir meðfram ströndinni.
Sem sagt stjórntækjum leiks og eða markmiðum er breytt, kannski svona smá blanda af 'stjórn' og 'umhverfi'.
Þetta brýtur upp hönnun leiksins og gefur leikmanni kost á að gera, í smá tíma, eitthvað annað en það sem leikurinn býður venjulega upp á.
World of Goo, minn uppáhaldsleikur árið 2008, var sífellt að bjóða upp á eitthvað nýtt. Engin tvö borð voru eins, hvorki í útliti né spilun, og á einum tímapunktu breyttist allur leikurinn á stórfelldan hátt bæði myndrænt séð og hvað spilun varðar og svo mikil var undrunin að ég sat dofinn fyrir framan skjáinn í smá tíma með risastórt bros stimplað yfir fésið áður en ég hélt áfram að spila. Það hvað leikurinn var fjölbreyttur og ferskur út allan þann tíma sem það tekur að klára hann gerði það að verkum að hann er mjög minnisstæður.
Mæli með að fólk kíki á vefsíðu 2D Boy og næli sér í demo af leiknum.
ps. Er að reyna að íslenska nokkur hugtök, svona upp á framtíðar leikjahönnunar blogg pósta, og þægi glaður uppástungur:
player - Held að leikmaður sé fínt orð, en er til í að hugsa málið ef betri þýðing berst til mín.
player character - Uhm... leikmannspersóna? Oj, ekki fallegt.
gameplay - Spilun? Einfalt, en ekki alveg nógu gott finst mér. Leikspilun? Hmm...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég held að þú sért með þetta nokkup spot on. Get ekki ímyndað mér að það séu eitthverjir fleiri þættir en þessir þrír.
ReplyDeleteÉg held að mikilvægi þessara þátta sé í þessari röð, breytt spilun -> umhverfi -> stjórnun. Breytt spilun er kannski ekki nauðsynlegt fyrir alla leiki en það kryddar upp á hann, eins og CCP er að gera með EVE - leyfa fólki að labba um í staðinn fyrir að vera alltaf fastur í geimskipi. Umhverfi og stjórnun er þó mun mikilvægara og ég get ímyndað mér að leikir verði fljótlega leiðinlegir þegar þú ert alltaf í svipuðum aðstæðum að framkvæma svipaða hluti.
Svo held ég líka að í dag séu þessir hlutir mun mikilvægari en áður. Einfaldir leikir virkuðu mun betur áður því ég held að "standardinn" hafi verið lægri áður fyrr. Lítil breyting í stjórnun/umhverfi/breytt spilun virkaði vel t.d. í meistaraverkum eins og Doom og Quake.
Hvað með leikjaspilun fyrir gameplay. Hljómar betur að mínu mati. Hver er annars munurinn á player og player character?
re: Einfaldir leikir
ReplyDeleteGamlir leikir og einfaldir eru bestu leikirnir, að mínu mati. Of margir leikir í dag eru að reyna að gera allt of mikið, og flókið. Teymið bakvið hvern leik fer kannski nálægt 100 manns í sumum tilvikum og erfitt að halda í upphaflegu hugmyndina á bak við leikinn þegar hver hugmynd fer í gegnum svo margar hendur. Eins og að taka nýmótaða leirstyttu, og hundrað manna færiband í ofninn. Styttan afmyndast, kannski missir hana einhver... Það er auðveldara að halda upphaflegu hugmyndinni heilli þegar færra fólk vinnur við þetta. 2D Boy, sem gerðu fyrrnefndan World of Goo, samanstendur af tveimur gaurum og annar yndislegur leikur, Cave Story, var gerður af einungis einum manni.
Ekki að það sé ómögulegt að fá eitthvað virkilega gott þegar fleiri tugir manns vinna að einum leik, það er bara miklu erfiðara.
Og svo annað, að allt þetta sem ég nefndi er að finna í miklu magni í öllum gömlu góðu leikjunum. Super Mario Bros. er kannski einfaldur, en það eru sífelldar breytingar í gangi; power-ups, leynileiðir, nýir óvinir, neðanjarðarborð, vatnsborð.
Og líka Doom. Þó hann virðist kannski vera ósköp venjulegur "corridor shooter" þá er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Umhverfið breytist frá borði til borðs, maður fær ný vopn, það birtast nýir óvinir,... leikurinn er alltaf ferskur, og þess vegna er hann svona frábær.
Meira að segja N, sem þú kannast við, fylgir þessu. Stjórntækin eru einföld; maður getur hlaupið til hægri og vinstri og hoppað. Dats it. Öll borð eru í sömu litum (dökk grátt og ljós grátt), stjórn leiksins breytist lítið sem ekkert.
Hér er það þessi fjöldi óvina sem eru í boði, og borðahönnunin, sem halda leiknum ferskum. Og líka það hversu ólýsanlega vel leikurinn stjórnast.
Alveg rétt að þessir hlutir séu mikilvægari í dag en áður, en það er einfaldlega vegna þess hversu lítið notað þetta er í dag.
Leikjaspilun? Finnst leikspilun hljóma betur.
Munurinn á player og player character: player er sá sem spilar leikinn (þú, þessi með fjarstýringuna); player character er sá sem þú stjórnar í leiknum.
This comment has been removed by the author.
ReplyDeleteBtw, vill ekki að fólk haldi að ég sé á þeirri skoðun að leikir í dag séu alger skítur. Alls ekki, en ég lít til baka til allra gömlu leikjanna (Mario, Sonic, Mega Man, Duck Tales) og sé hversu skýr þessi hugtök eru í hönnun þessara leikja. Svo er þetta líka auðséð í svokölluðum "indie" leikjum í dag, þá oft einn eða tveir manns að vinna að því að fullkomna einfalda hugmynd.
ReplyDeleteÉg held að ef einhver vill læra eitthvað, nánast hvað sem er, er alltaf best að líta til verka sem eru einföld og sýna þær reglur sem verið er að leita eftir skýrt og greinilega (yfirleitt eitthvað gamalt), frekar en að líta til einhverra nútímaverka þar sem oft er reynt að gera allt eins flókið og hægt er.
Þú ættir að skrifa doktorsritgerð um þetta! Annars vildi ég að ég hefði meiri reynslu af leikjum í dag til að bera saman við eldri leikina. Einfalt og/en ferskt er kannski það sem þú ert að tala um.
ReplyDeleteÞegar þú skýrir þetta með muninn á player og player character, þá held ég að player ætti einfaldlega að vera spilari og player character leikmaður.
Hvað með Little Big Planet? Fylgir það alveg heilögu þrenningunni? Mér finnst breytt spilun eiginlega ekki eiga við nema að búa til borð sé talið sem breytt spilun.
Ég veit ekki hvort ég myndi kalla þetta heilaga þrenningu. Ég er enn að vinna í að fínpússa þetta. Getur verið að ég hafi verið of fljótur á mér að gera breytt spilun að heilum flokk... En LBP fylgir vel stjórn og umhverfi. Stjórntækin geta reyndar verið dáldið pirrandi á köflum, stökkin eru dáldið "floaty" og erfitt að hoppa um af mikilli nákvæmni (t.d. miðað við N eða Mario leiki).
ReplyDeleteJá, held að ég hendi breytt spilun út. Þetta snýst aðallega um "player character" og hvað hefur áhrif á hann, þ.e.a.s. leikmaður og umhverfi.
Hef enn sterka trú á hugtakinu, en passar held ég ekki hér...
Og nei, held ég verði að segja að 'player' verði að vera 'leikmaður'
En er lausnin á þessum 100 manna vanda ekki bara að vera með 1 solid art director sem sér til þess að upphaflega hugmyndin komist til skila?
ReplyDeleteÞað er einmitt það sem er gert, það er lausnin. Og þetta virkar svo sem, en það fer allt eftir manninum sem sér um þetta starf hversu vel þetta virkar.
ReplyDeleteÞetta kerfi skilar oft mjög góðum leikjum (og er eina lausnin ef á að gera einhvern svakalega 'epic' leik... það er ekki hægt með 10 manna liði nema taka 4-5 ár í það), en á ekki jafn auðvelt og lítið teymi fólks að koma upphaflegu hugmyndinni 100% til skila.