Bloggandi aftur eftir langa fjarveru. Fannst viðeigandi að þar sem ég er nú fluttur (niður í kjallara) að búa mér til nýtt blogg til að fagna því. Gamla bloggið er enn á sama stað ef einhver hefur áhuga (http://tub-of-lard.blogspot.com/).
En nóg um liðna tíð. Nú er komið nýtt ár og BETRA! Ég stefni á reglulegar uppfærslur (að MINNSTA kosti vikulega), og ef ég er ekki að standa mig þá býð ég fólki að commenta eða senda mér e-mail og skammast aðeins í mér.
Sketchið að ofan (og seinni myndin, sketchið litað í Photoshop) er vegna undirbúningsvinnu fyrir málverk sem mig langar til að gera. Langar, en er ekki alveg viss hvort ég geti. Tími vart að leggja í þessa fínu striga sem ég fékk í jólagjöf, hræddur um að það gangi ekki upp.
En ég fer mér hægt, prófa mig áfram á pappír til að æfa mig í fínum pensil-strokum og hugsa vandlega um byggingu myndarinnar og litaval áður en ég legg pensil á striga.
The Cellar Kid
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Nice, ég mun fylgjast með og kommenta þó ég hafi ekki hundsvit á teikningum. Og ég verð fyrstur til að bjóða í þessa striga þegar það kemur að því að hendir málningu á þá!
ReplyDeleteSolid teikning hér á ferð! Galdurinn við að ná að æfa sig án þess að sóa striga er að kaupa einhvern ódýran nú eða jafnvel bara strigapoka eða annað sambærilegt efni. Örugglega hægt að fá það gefins.
ReplyDelete