Saturday, January 17, 2009

Leikjahönnun

Ég hef verið að pæla mikið í leikjahönnun þessa síðustu mánuði (enda að reyna að setja saman leik með honum Tómasi Árna). Reyni að vera alltaf með hugann opinn fyrir góðum hugmyndum þegar ég er að spila leiki, svo margt að taka eftir og læra.

Eitt sem ég hef verið að hugsa mikið um er hvernig hægt er að halda leik ferskum í gegnum þann fjölda klukkutíma sem tekur að klára leikinn. Það er ekki hægt að láta leikmann gera sömu hlutina aftur og aftur í fleiri tíma, það einfaldlega er ekki skemmtilegt (nema í örfáum undantekningum, t.d. Tetris og aðrir svipaðir leikir). Það þarf því reglulega að hrista aðeins upp í formúlunni, henda til leikmanns nýjum vopnum / óvinum / möguleikum eða þá að hrista bara upp í hönnun borða leiksins, hvað sem er til að halda áhuga þess sem spilar leikinn.

Til er fjöldi af leiðum til að halda "spilun" leiks ferskri og hef ég verið að brjóta heilann (ái) við að reyna að flokka þær. Eins og stendur hef ég þrengt þetta niður í þrjá flokka. Þetta er bara mín leið til þess að reyna að átta mig á þessu, og vafalaust myndu aðrir flokka þetta á einhvern annan hátt.

Stjórn

Umhverfi

Breytt spilun
--- --- --- --- ---

Já ég veit, ekkert allt of matarmikil súpa þetta... en held áfram næst og fer nánar í hvað ég meina með stjórn/umhverfi/spilun með dæmum og alles.

Hei, ekki gleyma að kíkja á nýju myndirnar hér fyrir neðan.

Kjallarastrákur

5 comments:

  1. Já ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara með stjórn/umhverfi/breytt spilun flokkuninni, væri fínt að þú færir nánar út í það í næsta bloggi - því ég held ég hafi ákveðna skoðun á þessu.

    Annars varðandi málverkin þín, þá vantar mér eitthvað á vegginn fyrir ofan rúmið mitt. Ég ætla nefninlega að taka kamakazee fánann minn niður. Ef þú gætir teiknað málverk á eitthvern striga þá vill ég vera fyrstur til að kaupa af þér málverk. Þarf helst að vera í stærri kantinum.

    ReplyDelete
  2. Já, ég skildi þetta dáldið eftir í lausu lofti, en vill að fólk (það er að segja ef fjöldi þeirra sem lesa þetta blogg er í fleirtölu) geti, ef það vill, hugsað aðeins um þetta áður en ég kem með nánari skýringu á þessu.


    En heyrðu, ég get alveg málað eitthvað fyrir þig. Eitthvað spes sem þú vilt? (og heldurðu að sá stærsti af þessum þremur strigum sem þú gafst mér só nógu stór?)

    ReplyDelete
  3. Mér líst helvíti vel á þessar náttúrulífsmyndir sem þú hefur verið að gera. Væri ansi töff ef þú gætir gert eitthvað þannig af Ísafirð.

    Ég held að þessi stærsti ætti að vera nógu stór, ef þú hinsvegar finnur eitthvern annan stærri á Ísafirðir (sem ég efa) þá værir fínt ef þú gætir notað hann.

    ReplyDelete
  4. Ég kommenta hér með :) ég hef samt ekkert vit á tölvuleikjum svo ég kommenta ekkert um það :)

    ReplyDelete
  5. Fínar myndir bróðir! Haltu þessu áfram. Og Unnþór, það er nú réttara að segja að maður máli málverk. Þú hjólar ekki bíl þó bæði þjóni svipuðum tilgangi :O

    ReplyDelete