Sunday, February 8, 2009

Dalaport

Skrapp inn í Arnardal í dag með mömmu og Ellu frænku á Dalaportið. Þær systur voru með truckload of glervöru og ég einungis með sex stykki málverk. Mér tókst ekki að selja nema eina. Sú eina var keypt af "húsinu" og hangir nú upp á vegg inni í Arnardal.

Fór á 7000 krónur.

Þetta var bara ágætt, þó helvíti kalt. Kem þangað aftur í næsta mánuði, þá með fleiri myndir og meira úrval. Það helsta sem vantaði upp á núna var að vera með einhver smærri verk sem ég get selt á kannski 1000-2000 krónur. Býst við að fólk sé ekki mikið að fara þangað til að kaupa eitthvað á 5-10 þúsund.

No comments:

Post a Comment