Wednesday, February 11, 2009

Skítakuldi, best að halda sig inni

Málverkið sem ég minntist á:

Skrapp út í kalda veðrið með myndavélina:

Tuesday, February 10, 2009

Þriðjudagar fyrir þreytu

Málaði eitt nýtt í dag, en of þreyttur (latur) til að taka mynd af því. En þið fáið að minnsta kosti smá dose af Queen:



Nýja myndin á morgun, + eitthvað extra.

Monday, February 9, 2009

Mánudagar fyrir málverk

Málaði eitt nýtt í morgun:

Svo þetta hér, teiknað upp úr ljósmyndum á Facebook:

Málaði þessi tvö í síðustu viku fyrir Dalaportið:

Sunday, February 8, 2009

Dalaport

Skrapp inn í Arnardal í dag með mömmu og Ellu frænku á Dalaportið. Þær systur voru með truckload of glervöru og ég einungis með sex stykki málverk. Mér tókst ekki að selja nema eina. Sú eina var keypt af "húsinu" og hangir nú upp á vegg inni í Arnardal.

Fór á 7000 krónur.

Þetta var bara ágætt, þó helvíti kalt. Kem þangað aftur í næsta mánuði, þá með fleiri myndir og meira úrval. Það helsta sem vantaði upp á núna var að vera með einhver smærri verk sem ég get selt á kannski 1000-2000 krónur. Býst við að fólk sé ekki mikið að fara þangað til að kaupa eitthvað á 5-10 þúsund.

Thursday, February 5, 2009

Mála mála mála...

Hef verið að kaupa dáldið mikið af málningarvörum síðastliðnar vikur þannig að fannst tilvalið að fara að nota þetta eitthvað.

Hér eru fjórar litlar sem fara saman:

Og hér er eitt stærra (málaði yfir eitt eldra málverk, var ekki alveg nógu ánægður með það):

Og svo þetta hér sem er enn í vinnslu þessa stundina:

Thursday, January 29, 2009

Málverk og málaradót


Hmmm... á erfitt með að reyna að mála eitthvað sem hefur einhverja merkingu. Þetta er bara gras og himinn og svo einhver stöng. Finnst mér hafa tekist vel að mála þetta, ágætir litir og uppsetning, en þetta er í raun ekkert. Kannski að fara að mála upp úr ljósmyndum ef ég ætla að mála landslagsmyndir... og svo með vorinu að skella sér út í alvöru náttúru.

Sumir eru mjög snemma í afmælisgjöfunum þetta árið:

Fékk þetta frá mömmu og pabba, 2.5 mánuðum á undan áætlun.

Friday, January 23, 2009

Leikjahönnun frh.

Og þá höldum áfram þar sem frá var horfið. Ég var að tala um hvernig halda má leik "ferskum" og nefndi þrjá þætti (stjórn, umhverfi, breytt spilun) sem hægt er að nýta sér. Ég stekk held ég bara beint út í og byrja að útskýra hvað ég átti við:

Stjórn
Kynnt er til leiks eitthvað nýtt sem viðkemur stjórn á leiknum. T.d. eldblómið í Super Mario Bros sem flestir kannast við, eða skikkjan í Super Mario World sem gerir Mario kleift að fljúga, eða þá "double-jump" sem kemur fram í mörgum leikjum.
Inn í þetta falla líka öll vopn og tæki af ýmsu tagi. (eitt gott dæmi er "gravity gun" úr Half-Life 2)
Sem sagt allt sem viðkemur stjórn leikmanns á leiknum.

Hægt er einfaldlega að passa að hafa fjölbreytt og skemmtileg stjórntæki í leiknum frá byrjun, eða þá að kynna sífellt ný vopn eða tæki, eða notast við "power-ups" (aftur eldblómið í Mario, og sveppurinn góði og stjarnan).

Hægt er að flokka þetta svo allt niður í einhverjar sub-kategoríur.


Umhverfi
Allt sem að hefur áhrif á persónu leikmanns í leiknum sem kemur ekki frá leikmanni. Það eru þá óvinir, þyngdar- og annarskonar öfl, hönnun borða leiksins og þess háttar.
Nýir óvinir krefjast breyttrar hugsunar, þarf að hugsa um nýjar leiðir til að sigrast á því sem maður hefur ekki séð áður. Eða þá gamlir óvinir undir nýjum kringumstæðum, kannski maður hafi áður einungist barist við þá á opnum svæðum, en svo þarf maður að hugsa alla herkænskuna upp á nýtt þegar maður mætir þeim í þröngum göngum eða undir öðrum nýjum kringumstæðum.

Og undir þetta fellur þá almennt séð hönnun borða leiksins, sem er mikilvægt að haldist fersk og fjölbreytt. Ekki má notast um of við samskonar uppsetningu aftur og aftur, fólk þreytist á því.


Breytt spilun
Held að þetta mætti flokka sem undirflokk í 'stjórn', en vildi minnast á þetta sér af því mér finnst þetta vera sérlega áhugavert og líklega afar öflugt vopn í hönnun eftirminnilegra leikja.
Með 'breytt spilun' á ég við þegar leikir breytast að einhverju leyti (stundum verulegu) í einhvern tíma. Kannski þessi "platformer" leikur verði að kappakstursleik á einum punkt í sögunni (Jak 2), eða þegar það eru "auto-scroll" borð í Super Mario World / Super Mario Bros. 3, eða þá í Half-Life 2 þegar maður sest undir stýri á bíl og keyrir meðfram ströndinni.
Sem sagt stjórntækjum leiks og eða markmiðum er breytt, kannski svona smá blanda af 'stjórn' og 'umhverfi'.

Þetta brýtur upp hönnun leiksins og gefur leikmanni kost á að gera, í smá tíma, eitthvað annað en það sem leikurinn býður venjulega upp á.


World of Goo, minn uppáhaldsleikur árið 2008, var sífellt að bjóða upp á eitthvað nýtt. Engin tvö borð voru eins, hvorki í útliti né spilun, og á einum tímapunktu breyttist allur leikurinn á stórfelldan hátt bæði myndrænt séð og hvað spilun varðar og svo mikil var undrunin að ég sat dofinn fyrir framan skjáinn í smá tíma með risastórt bros stimplað yfir fésið áður en ég hélt áfram að spila. Það hvað leikurinn var fjölbreyttur og ferskur út allan þann tíma sem það tekur að klára hann gerði það að verkum að hann er mjög minnisstæður.

Mæli með að fólk kíki á vefsíðu 2D Boy og næli sér í demo af leiknum.


ps. Er að reyna að íslenska nokkur hugtök, svona upp á framtíðar leikjahönnunar blogg pósta, og þægi glaður uppástungur:

player - Held að leikmaður sé fínt orð, en er til í að hugsa málið ef betri þýðing berst til mín.
player character - Uhm... leikmannspersóna? Oj, ekki fallegt.
gameplay - Spilun? Einfalt, en ekki alveg nógu gott finst mér. Leikspilun? Hmm...