Wednesday, March 11, 2009

Skólavesen

Vill biðjast afsökunar á uppfærsluskorti þessa síðustu daga (og dagana fyrir síðustu uppfærslu, og daga fyrir þarsíðustu...). Hef verið að teikna og teikna og teikna (og teikna), aðallega fyrir mein portfolio svo ég geti nú sótt um í Listaháskólanum. Þar komast víst inn um það bil 20% af þeim sem sækja um. Jahá! 50 umsækjendur (af rúmlega 100, alla vega síðustu ár) komast áfram í viðtöl og 20 þeirra komast inn.
Hef ágætis traust á þessum verkum sem ég mun senda inn en viðtalið hræðir mig svakalega. Finnst líklegt að ef ég eyðilegg einhversstaðar fyrir sjálfum mér þá verður það þar.
Eða þá í umsókninni þar sem ég þarf að skrifa um ástæður þess að mig langar í listnám, hvað ég vonast til að læra og hvað ég ætla mér að gera eftir skólann. Óttast að þau séu á höttunum eftir einhverju 'pretentious bullshit' og veit ekki hvort ég get blöffað það nógu sannfærandi.

Var að byrja á nýju málverki fyrir stuttu síðan, kannski mynd af því á morgun.
Já og svo eitt stórt í vinnslu, en það er algjört top secret og verður það til 1. apríl.

Kjallarastrákur

2 comments:

  1. nohh bara top secret á afmælisdeginum sjalfum! Spennandi :)
    En vonandi að þú komist inn í skólann, þú hlýtur að rúlla því upp :) Ekkert kvíða viðtalinu, bara vera þú sjálfur og þá hlýturðu að komast í gegn. Gangi þér vel! kv.Gulla.

    ReplyDelete
  2. ó jibbí ég bullaði urlið því ég þurfti að setja eitthvað inn til að kommenta og kemur þá ekki í ljós að þessi heimasíða er víst til hehe :)
    -Gulla.

    ReplyDelete